Upplýsingaþjónusta flugmála, sem er hluti af flugleiðsöguþjónustu, tryggir öryggi, reglufestu og skilvirkni alþjóðlegrar og innanlands flugleiðsögu innan síns ábyrgðarsvæðis, eins og bent er á í kafla GEN 3.1.2.
|
||||||||||||||||||||||
Forupplýsingaþjónustu fyrir flug lýst í GEN 3.1.5.
|
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
Þessi þjónusta er í samræmi við skilmála ICAO Viðauka 15
- Upplýsingaþjónusta flugmála. |
||||||||||||||||||||||
Frávik sjá: GEN 1.7.15
|
||||||||||||||||||||||
Upplýsingaþjónusta flugmála ber ábyrgð á söfnun og dreifingu upplýsinga fyrir flugupplýsingasvæði Reykjavíkur og fyrir flugumferð. Undanþegin eru flugumferðarsvæðin fyrir Grænland, Færeyjar og Jan Mayen. Varðandi þau svæði skal leita upplýsinga í Flugmálahandbókum (AIP) fyrir Grænland og Færeyjar (gefið út í Danmörku) og Flugmálahanbók (AIP) fyrir Noreg.
|
||||||||||||||||||||||
Flugmálahandbókin (AIP) inniheldur grunnupplýsingar um flugmál og er ætlað er að uppfylla alþjóðlegar kröfur um dreifingu varanlegra flugmálaupplýsinga og eins nauðsynlegra tímabundinna breytinga fyrir flugleiðsögu sem gilda í lengri tíma.
|
||||||||||||||||||||||
Flugmálahandbókin (AIP) er gefin út á tveimur tungumálum (íslensku og ensku) og er hönnuð til notkunar bæði innanlands og erlendis, hvort sem um er að ræða atvinnu- eða einkaflug.
|
||||||||||||||||||||||
Flugmálahandbókin (AIP) inniheldur upplýsingar sem hafa langtímagildi og er haldið við með reglulegum uppfærslum.
|
||||||||||||||||||||||
Flugmálahandbókin (AIP) er gefin út rafrænt sem eAIP.
Slóðin er https://eaip.isavia.is. Rafræn flugmálahandbók (eAIP) er gefin út bæði sem HTML og PDF-skjöl. |
||||||||||||||||||||||
Flugmálahandbókin (AIP) er uppfærð reglulega. Um tvenns konar uppfærslur getur verið að ræða:
|
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
Þegar ákveðin uppfærsla hefur verið valin er hægt að haka við, efst í hægra horni AIP-hluta síðunnar til að skoða þær breytingar sem hafa verið gerðar.
Þegar hakað er við sjást breytingarnar, bæði nýr texti og eins texti sem hefur verið eytt. Sjá einnig hjálparhnapp á síðunni. |
||||||||||||||||||||||
Hægt er að nálgast hverja uppfærslu sem heildar PDF-skjali á forsíðu útgáfunnar. Stutt lýsing er gefin á því efni sem hefur breyst á yfirlitsblaði/forsíðu þegar ný uppfærsla er gefin út. Nýjar upplýsingar á PDF-síðum eru merktar með lóðréttri línu á vinstri spássíu (eða strax vinstra megin) við breytinguna.
|
||||||||||||||||||||||
Allar PDF-síður Flugmálahandbókar, sem gefnar eru út, þar með talið yfirlitsblað/forsíða, eru dagsettar með útgáfudagsetningu, sem sett er fram sem dagur, mánuður (heiti) og útgáfuár. Þegar um fyrirvaraútgáfu er að ræða, þá fyrirfram ákveðna dagsetningu fyrirvarakerfisins (AIRAC).
|
||||||||||||||||||||||
Hverri uppfærslu er úthlutað sérstöku raðnúmeri sem er samhangandi og byggt á ártali. Ártalið er hluti af raðnúmeri uppfærslunnar, t.d. 01/2024; A 01/2024.
|
||||||||||||||||||||||
Sé einhver hluti samþættra flugupplýsinga felldur inn í Flugmálahandbók er vísað í raðnúmer þess þáttar á forsíðu/yfirlitsblaði uppfærslu.
|
||||||||||||||||||||||
Gátlisti yfir PDF-síður Flugmálahandbókar, þar sem fram kemur blaðsíðunúmer og gildisdagur (dagur, mánaðarheiti og ár) er gefinn út með hverri uppfærslu og er hluti af AIP-bókinni.
|
||||||||||||||||||||||
Uppfærslur við Flugmálahandbók er hægt að nálgast á slóðinni:
https://eaip.isavia.is. |
||||||||||||||||||||||
Tímabundnar breytingar, sem ná yfir lengri tíma (þrír mánuðir eða lengur), og upplýsingar sem hafa stuttan gildistíma og samanstanda af umfangsmiklum texta og/eða teikningum/myndum og eru viðbætur við langtímaupplýsingar, eru gefnar út sem viðbætur við Flugmálahandbók (AIP SUP).
|
||||||||||||||||||||||
Rekstrarlegar mikilvægar tímabundnar breytingar við Flugmálahandbók eru gefnar út í samræmi við fyrirvarakerfið (AIRAC) og á fyrir fram ákveðnum dagsetningum og eru greinilega merktar með skamstöfuninni AIRAC AIP SUP.
|
||||||||||||||||||||||
Viðbætur við Flugmálahandbók eru hafðar í handbókinni meðan einhver hluti þeirra er í gildi.
|
||||||||||||||||||||||
Í NOTAM gátlista sem gefinn er út um mánaðarmót er birtur listi yfir þær viðbætur við Flugmálahandbók sem eru í gildi.
|
||||||||||||||||||||||
Viðbætur við Flugmálahandbók er hægt að nálgast á
slóðinni: https://eaip.isavia.is. |
||||||||||||||||||||||
NOTAM-tilkynningar innihalda upplýsingar varðandi stofnun, ástand og breytingar á: hvers konar flugbúnaði, þjónustu, starfsháttum eða áhættu sem nauðsynlegt er að berist tímanlega til þeirra sem hafa með flugstarfsemi að gera.
NOTAM-tilkynningar eru gerðar í samræmi við ICAO Viðauka 15, skjal 8126 og PANS 10066. Texti hvers NOTAM skeytis inniheldur upplýsingar í þeirri röð sem fram kemur í NOTAM sniðmáti ICAO. Textinn skal vera í samræmi við ICAO NOTAM-lykil að viðbættum ICAO-skammstöfunum, auðkennum, kallmerkjum, tíðnum, tölum og á hefðbundnu máli. |
||||||||||||||||||||||
NOTAM í „Class one-dreifingu“ (fjarskiptaþjónustu) eru gefin út í fjórum númeraröðum:
|
||||||||||||||||||||||
A-númeraröð: Alþjóðleg dreifing, A NOTAM inniheldur upplýsingar fyrir alþjóðaflug varðandi:
|
||||||||||||||||||||||
B-númeraröð: Alþjóðleg dreifing, B NOTAM innihalda upplýsingar fyrir flugvelli og lendingarstaði með blindaðflug að frátöldum alþjóðaflugvöllunum (BIKF, BIRK, BIAR og BIEG). B NOTAM innihalda einnig upplýsingar er varða fjarskipti, leiðsöguvirki og leiðsöguaðvaranir.
|
||||||||||||||||||||||
C-númeraröð: Innanlandsdreifing, C NOTAM innihalda upplýsingar um flugvelli og lendingarstaði, fjarskipti, leiðsöguvirki og leiðsöguaðvaranir sem falla ekki í flokk A og B hér að ofan.
|
||||||||||||||||||||||
Hvert NOTAM skeyti fær úthlutað raðnúmeri í samfelldri röð
innan hverrar númeraraðar (A, B og C) sem byrjar á 0001 frá 0000 UTC 1. janúar ár hvert. |
||||||||||||||||||||||
S-númeraröð: Alþjóðleg dreifing, SNOWTAM skeyta. Þessi flokkur inniheldur upplýsingar um flugbrautarástand. Hver flugvöllur hefur sína eigin númeraröð, sem byrjar á 0001 1. janúar kl 0000 UTC ár hvert. Sjá AD 1.2.2 fyrir frekari upplýsingar.
|
||||||||||||||||||||||
Forflugsupplýsingar fyrir flug (PIB), sem innihalda samantekt af gildandi NOTAM og öðrum áríðandi upplýsingum fyrir rekstraraðila/áhöfn flugvéla, eru fáanlegar á rafrænni vefgátt Isavia
https://ans.isavia.is/c-forflugsupplysingar. Umfang þessara upplýsinga kemur fram í grein GEN 3.1.5. |
||||||||||||||||||||||
NOTAM skeyti er hægt að nálgast á slóðinni:
https://ans.isavia.is/c-forflugsupplysingar/notam |
||||||||||||||||||||||
NOTAM skeyti eru gefin út af íslensku NOTAM skrifstofunni (NOF).
NOTAM eru send í gegnum EAD í samræmi við fyrirfram ákveðið dreifikerfi. Beiðnum vegna áskrifta NOTAM skeyta skal beint til BIRKYNYX. Beiðnir um stök NOTAM-skeyti skulu sendar til EUECYRYX. |
||||||||||||||||||||||
Upplýsingabréf (AIC) inniheldur langtímaupplýsingar um víðtækar laga-, reglugerðarbreytingar, starfshætti eða aðstöðu; upplýsingarnar eru eingöngu skýringar eða ráðgefandi sem líklegar eru til að hafi áhrif á flugöryggi; svo og samskonar upplýsingar eða tilkynningar sem eiga við um tækni-, laga- eða stjórnunarleg málefni.
|
||||||||||||||||||||||
Upplýsingabréf (AIC) eru flokkuð eftir efni og gefið út í tveimur flokkum (A og B).
Upplýsingabréf í flokki A, innihalda upplýsingar um alþjóðaflug. Upplýsingabréf í flokki B, innihalda upplýsingar fyrir innanlandsflug. |
||||||||||||||||||||||
Upplýsingabréf eru tölusett í samfelldri röð innan hvers flokks fyrir hvert ár. Ártalið er hluti af raðnúmeri upplýsingabréfs, t.d. AIC A 01/2024.
|
||||||||||||||||||||||
Í NOTAM gátlista sem gefinn er út um mánaðarmót er birtur listi yfir þau upplýsingabréf sem eru í gildi.
|
||||||||||||||||||||||
Upplýsingabréf (AIC) er hægt að nálgast á slóðinni:
https://eaip.isavia.is. |
||||||||||||||||||||||
Gátlisti yfir NOTAM í gildi er gefinn út mánaðarlega gegnum AFS. Hann inniheldur einfalda lýsingu (á ensku) á gildandi NOTAM-skeytum og upplýsingar um útgáfu- númer; nýjustu uppfærslu við Flugmálahandbók, fyrirvarauppfærslu, viðbóta og upplýsingabréfa auk númera þeirra hluta sem falla undir AIRAC sem eiga eftir að taka gildi eða ef engin eru NIL AIRAC-tilkynningu.
Gátlisti og yfirlit yfir NOTAM er hægt að nálgast á slóðinni: https://ans.isavia.is/c-forflugsupplysingar/notam |
||||||||||||||||||||||
Sjónflugskort er fáanleg hjá Isavia ANS.
|
||||||||||||||||||||||
Sjá Upplýsingabréf “Útgáfa flugmálaupplýsinga - Verðlisti”:
https://eaip.isavia.is. |
||||||||||||||||||||||
Til að hafa stjórn á mikilvægum breytingum sem krefjast lagfæringa á kortum eða texta er gefin út, þegar mögulegt er, uppfærsla með fyrirvara (AIRAC AMDT) með gildistíma á fyrirfram ákveðnum AIRAC-dagsetningum.
|
||||||||||||||||||||||
Ef ekki er hægt að gefa út AIRAC AMDT vegna tímaskorts skal senda út NOTAM greinilega merkt sem AIRAC og því fylgt eftir með uppfærslu (AMDT) eða viðbæti (SUP).
|
||||||||||||||||||||||
Taflan hér fyrir neðan sýnir dagsetningar fyrirvarakerfisins fyrir komandi ár.
|
||||||||||||||||||||||
Upplýsingaþjónusta flugmála gefur út fyrirvaraútgáfu með 42 daga fyrirvara með það að markmiði að
upplýsingarnar berist viðtakendum
ekki síðar en 28 dögum fyrir gildistöku.
|
||||||||||||||||||||||
Þegar um miklar breytingar er að ræða og þar sem þörf er á lengri fyrirvara tekur útgáfa ekki gildi fyrr en 56 dögum eftir útgáfudag.
|
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
Takmarkaðar forflugsupplýsingar er hægt að nálgast á vef Isavia,
https://ans.isavia.is/c-forflugsupplysingar |
||||||||||||||||||||||
Ennfremur er bent á samevrópska fluggagnagrunninn EAD sem er öllum opinn gegnum vefinn.
|
||||||||||||||||||||||
Takmarkaðar forupplýsingar fyrir flug fást einnig hjá Icelandair í Keflavík.
Svæðið takmarkast af leiðarkerfi Icelandair. |
||||||||||||||||||||||
Fyrir upplýsingar um rafræn landslags- og hindranagögn, þar á meðal vegna gagna úr gagnagrunni, hafið samband við Upplýsingaþjónustu flugmála:
|
||||||||||||||||||||||
Hægt er að fá rafræn hindranagögn á AIXM sniðmáti. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Upplýsingaþjónustu flugmála:
|
||||||||||||||||||||||
Sjá: GEN 3.1.1.1 Upplýsingaþjónusta flugmála.
|
||||||||||||||||||||||
Loftmyndir ehf. hafa útbúið rafrænt landlíkan.
Frekari upplýsingar um módelið, upplausn og aðgengi má finna á heimasíðu þeirra: |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
Rafræn landslags og hindranakort má nálgast á:
https://ans.isavia.is/c-forflugsupplysingar/kort |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
Rafræn hindranagögn fyrir svæði 3 eru aðgengileg fyrir Keflavíkurflugvöll (BIKF) og Egilsstaðaflugvöll (BIEG).
|
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
Rafræn hindranagögn eru aðgengileg fyrir svæði 4, flugbraut 10/19, á Keflavíkurflugvelli (BIKF).
|
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||